Ertu að leita að nýju verkefni fyrir heimspekihópana þína eða viltu prófa eitthvað nýtt í lífsleikni?
Neðst í Fréttabréfinu eru ábendingar um skemmtileg verkefni í Verkefnabanka Heimspekitorgsins

Fréttabréf heimspekikennara nr. 17, desember 2018

✦ ✦ ✦
Frá Félagi heimspekikennara

Aðalfundur heimspekikennara fór fram 27. október 2018 þar sem kosin var ný stjórn. Hana skipa:

Skúli Pálsson, formaður
Valur B. Antonsson, varaformaður
Katrín Pálmadóttir Þorgerðardóttir, ritari
Kristian Guttesen, gjaldkeri
Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Ragnheiður Eiríksdóttir, meðstjórnandi

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?

Miðvikudagskvöldið 14. nóvember 2018 hittust félagsmenn í Iðu Zimsen, þar sem Jóhann Björnsson kynnti útgefnar kennslubækur sínar og aðferðir til að beita þeim í kennslustofunni. Viðburðurinn var ákaflega sóttur og í lok erindis svaraði Jóhann fyrirspurnum, sem þótti jafnáhugavert og sjálft erindið.

Jóhann heldur úti síðunni Sísyfos heimspekismiðju þar sem hann býður upp á margvíslega fræðslu.

Ráðgert er að Félag heimspekikennara skipuleggi samskonar erindi með öðrum heimspekikennurum á nýju ári.

Meira um það síðar!

Fréttabréfið endurvakið

Ný stjórn hefur ákveðið að endurvekja Fréttabréf heimspekikennara. Ráðgert er að næsta tölublað komi út eftir áramót.

Nú viljum við kalla eftir efni. Okkur langar að heyra hvað félagsmenn okkar eru að fást við. Sendið okkur örstutta línu á netfangið heimspekikennarar@gmail.com, þar sem þið greinið frá ykkar starfi. Eins, megið þið segja frá áhugaverðum póstlistum, greinum og/eða kennsluefni sem þið kunnið að hafa rekist á.

Hlökkum til að heyra frá okkur og vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum.

Hér má skoða eldri tölublöð fréttabréfsins.

P4CNZ

P4CNZ er fréttabréf, á vegum samnefndra nýsjálenskra samtaka um heimspeki með börnum, sem kemur út vikulega til hálfsmánaðalega og birtir ýmsan fróðleik um barnaheimspeki. Hér má skoða heimasíðu samtakanna og hér er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfinu þeirra.


facebookhomepage
Sent with Get a Newsletter